Nýjar myndir og fjör í leikskólanum

Nú er mikið að gera á Vesturborg. Vorið er komið og allar deildir hafa nóg að gera hvort sem það er að föndra, leika sér úti eða fara í ferðir. Vorferð foreldrafélagsins var farin 30. apríl. Allar deildir eru núna búnar að mála á brókinni, nú síðast Norðurbær. Það vakti mikla lukku. Svo eru elstu krakkarnir á Suðurbæ alltaf að gera eitthvað skemmtilegt til að klára leikskólann með pompi og prakt. 

Á myndasíðunni eru núna komnar nýjar myndir hjá Norðurbæ, bæði myndir úr leik og starfi og af börnunum að mála í salnum. 

 

Vorið er komið!

Nú er vorið komið og við getum loksins verið almennilega úti. Garðurinn er búinn að vera ísilagður í marga mánuði og veðrið hefur sjaldnast boðið upp á mikla útiveru. Við erum þess vegna búin að njóta þess síðustu daga að vera úti bæði fyrir og eftir hádegi og ekkert lát er á gleðinni yfir leiknum. Nú byrjum við líka að fara í fleiri vettvangsferðir á skemmtilega staði í nágrenninu. 

Miðvikudagurinn 20. apríl og föstudagurinn 22. apríl eru starfsdagar hjá okkur. Fimmtudagurinn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti og verður því lokað 20.- 22. apríl. 

Við vonum að vorið verði ykkur ljúft og gott.

 
Hér er verið að velta fyrir sér hvenær sé hægt að fara út (í mars).


Hér eru krakkar komnir í fjöruna á Ægisíðunni (nú í apríl).

Gleðilega páska 2016

Nú nálgast páskarnir óðfluga og við hlökkum til. Við erum búin að vera að föndra á öllum deildum og bíðum spennt eftir páskunum. Síðasti opnunardagur fyrir páska er miðvikudagurinn 23. mars og við opnum aftur eftir páska miðvikudaginn 30. mars. Lokað er þriðjudaginn 29. mars vegna starfsdags. 

Við óskum öllum börnum og fjölskyldum gleðilegra páska með tilhlökkun um skemmtilegt vor og sumar.

mars2 053


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins