Óvissuferð í ævintýraheim

Í gær, þriðjudaginn 21. apríl, var mikið um dýrðir hjá okkur. Allir í leikskólanum þrömmuðu yfir að Vesturbæjarlaug þar sem klippt var á borða og verkefninu okkar á Barnamenningarhátíð fagnað. Foreldrar komu og allir fengu íspinna. 

Hér er svolítið um verkefnið: Óvissuferðir frá Sundlaug Vesturbæjar á uppáhalds staði barnanna í leikskólanum Vesturborg. Merktar leiðir sem leiða á skemmtilega staði í hverfinu. Hægt er að velja um nokkrar leiðir þar sem viðkomandi fylgir merktum leiðum á ýmsa barnvæna staði í hverfinu. Inn í sundlauginni verða samt nokkrar myndir frá stöðunum. Á stöðunum sjálfum eru svo skilti þar sem upplýsingar og myndir munu vera. Þessi viðburður á svo vonandi eftir að halda áfram í sumar og markmiðið er að fá leikskóla í kringum hinar sundlaugarnar í Reykjavík til þess að taka þátt með okkur svo hægt sé að fara í óvissuferðir um alla borg.

 

P4210039

P4210059

 

 

 

 

 

 

Á myndinni til vinstri er Norðurbær að spreyja fótsporin sín í áttina að leynistaðnum.
Á myndinni til hægri er hún Röskva á Miðbæ sem klippti á borðann með hjálp Írisar leikskólastjóra.

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð byrjar þriðjudaginn 21. apríl. Við tökum þátt á tvennan hátt. 

Skólahópurinn á Suðurbæ syngur á opnunarhátíð í Eldborg í Hörpu. Það er mikill heiður og krakkarnir eru mjög spenntir. Yngri hópurinn á Suðurbæ fær að koma með og horfa á. Það er nú gaman. 

Við höfum verið að vinna að skemmtilegu verkefni sem heitir Óvissuferð í ævintýraheim í samstarfi við Vesturbæjarlaug þar sem við opnum ævintýraheim Vesturbæjar með augum barnanna. Opnun sýningarinnar verður kl. 15 þriðjudaginn 21. apríl og eru allir foreldrar barna á Vesturborg velkomin þangað að taka þátt í opnuninni. 

Hér er linkur á síðu Barnamenningarhátíð með viðburðinum við Vesturbæjarlaug: Óvissuferð í ævintýraheim

Vesturborg 36 ára!

Í dag, föstudaginn 17. apríl fögnuðu börnin og starfsfólk 36 ára afmæli Vesturborgar.  Leikskólinn er eldri,  en fyrra húsnæði brann og núverandi húsnæði var vígt 17. apríl 1979.  Elsta deildin Suðurbær er í sérhúsnæði á lóðinni og var áður skóladagheimili, en sameinaðist leikskólanum 1996.

Í tilefni dagsins var sameiginleg söngstund í sal þar sem börnin sungu afmælissönginn fyrir leikskólann og afmælisbörn mánaðarins. Börnin snæddu flatböku í hádeginu og völdu kryddköku sem afmælisköku leikskólans í kaffinu.

Hér fyrir neðan er afmælisteikning Eyþórs Vals 5 ára sem hann teiknaði af Vesturborgarhúsunum og mynd af börnunum syngja Vesturborgarlagið ,,Allir eru vinir á Vesturborg" í sameiginlegri söngstund í morgun.P4170013P4170035

 

 


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins