Sumarlokun 2015

Leikskólinn verður lokaður frá og með 8. júlí til 5. ágúst. Opnum aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Hafið það sem best í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur í  ágúst.

 

Sumarhátíð Vesturborgar

Í gær fimmtudaginn 25. júní héldum við okkar árlegu sumarhátíð í blíðskaparveðri. 

Börnin höfðu útbúið sumarkórónur og svo fengu þau sem vildu andlitsmálningu áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um hverfið. Skrúðgangan var leidd af blásarasveitinni Ventus Brass og að henni lokinni var
slegin upp veisla í garðinum hjá okkur. Pylsur voru grillaðar og hápunktur hátíðarinnar var þegar Lína langsokkur mætti á svæðið!

Við þökkum öllum sem að hátíðinni komu kærlega fyrir einstaklega vel heppnaðan dag!

Foreldraverðlaun 2015

Leikskólinn Vesturborg og foreldrafélag Vesturborgar hlutu tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir tiltektar- og framkvæmdadag á Vesturborg.

Við erum mjög stolt og þökkum okkar frábæra foreldrafélagi fyrir mikið og gott starf!


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins