Sumarfrí 2016

Sumarfrí Vesturborgar hefur verið ákveðið. Það verður lokað á leikskólanum frá 8. júlí til 8. ágúst. Síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí verður fimmtudagurinn 7. júlí og fyrsti opnunardagur eftir frí verður mánudagurinn 8. ágúst. 

 

Málað á brókinni

Nú í janúar vorum við að byrja á verkefninu ,,Málað á brókinni". Allar deildir munu taka þátt og er Miðbær byrjaður að mála. Málað á brókinni er þannig að börnin fara inn í sal og leika sér með málningunni á nærfötunum. Þau mála myndir og fara svo í sturtu. Þetta þykir börnunum mjög skemmtilegt og er mikil eftirvænting hjá öllum börnunum yfir því að komast að. 

 EftirAdrian2

Karlakaffi á bóndadaginn

Á bóndadaginn, föstudaginn 22. janúar, verður Karlakaffi á leikskólanum á milli kl. 14:30 og 15:30. Þá eru pabbar og afar eða staðgenglar þeirra boðið að koma í heimsókn og drekka með börnunum. Börn og karlar mega koma með lopapeysu og vera í henni til að vera á þjóðlegu nótunum. Hlökkum til að sjá ykkur. 


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins