Framundan í nóvember og desember

Eins og venjulega þá er nóg að gera á Vesturborg í nóvember og desember. Haustið er búið að vera gott og gaman hjá okkur. 

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og höldum við hann hátíðlegan. Þá mætum við í rauðum, hvítum og bláum fötum. Við erum að undirbúa okkur fyrir daginn með því að læra þjóðlög. 

Starfsdagur er föstudaginn 20. nóvember. Þá er leikskólinn lokaður.

Við bökum piparkökur 24. og 25. nóvember og bjóðum foreldrum að smakka afraksturinn í foreldrakaffi fimmtudaginn 26. nóvember frá kl. 15:00 - 16:30. 

Desemberjolamynd

Mánudaginn 7. desember kemur Dúó Stemma og skemmta börnunum kl. 10:30. Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari, og Steef van Oosterhout, slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spila, syngja og leika á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin.

Miðvikudaginn 9. desember höldum við jólaball. Þá koma börnin fínt klædd og við höfum skemmtilega stund. Því miður geta foreldrar ekki komið vegna plássleysis. 

Rauður dagur verður föstudaginn 18. desember. Þá koma börnin í rauðum fötum í leikskólann.

Dagana 24. og 31. desember er leikskólinn opinn til kl. 12:00. Í desember verður gerð könnun um það hvaða börn mæta þá daga og dagana milli jóla og nýárs, svo hægt sé að gera ráðstafanir með mjólk og heitan mat. 

Njótið þessa tíma með börnunum. 

 

 

 

Vetrarstarfið hafið

Nú er aðlögun lokið og vetrarstarfið komið á fullt skrið. Þema októbermánaðar er haustið og börnin hafa verið að skoða haustliti náttúrunnar á útileiksvæðinu og í vettvangsferðum.  Týna laufblöð og vinna að skemmtilegum og skapandi haustverkefnum á öllum deildum.

Dagur íslenskrar náttúru 2015

Börnin og starfsfólkið héldu upp á dag íslenskrar náttúru þann 16. september sl. með því að taka upp kartöflur í kartöflugarðinum okkar fína.


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins