Snjór í desember

Snjórinn kom fyrir helgi og við höfum notið hans hér á Vesturborg. Fyrir lítið fólk eru brekkurnar okkar nógu stórar til að njóta sín í botn. Það er samt vafamál hvort það sé vinsælla að renna sér eða borða snjóinn. 

Svo er jólaballið okkar núna á miðvikudaginn, 10. desember, kl. 10. Þá mætum við öll í okkar fínasta pússi. 
SAM 3672SAM 3675SAM 3679SAM 3681

Jólin nálgast - dagskrá nóvember/desember

PC111317Nú er uppáhaldsárstími margra að ganga í garð. Jólin nálgast óðfluga og við á Vesturborg tökum svo sannarlega þátt í undirbúningi hátíðarinnar. Leikskólinn verður skreyttur á næstu dögum og allir að komast í jólaskap. 

Til að byrja jólastemninguna þá verður hið árlega foreldrakaffi og piparkökumálning fimmtudaginn 27. nóvember. Það verður opið hús frá kl. 15:00 og munum við mála piparkökur til 16:30. Þetta mun ekki fara framhjá neinum því piparkökurnar verða bakaðar daginn áður og lyktin mun því minna alla á.

Jólaball leikskólans verður miðvikudaginn 10. desember kl. 10:00. Þá mæta börn og starfsfólk prúðbúin til að syngja og dansa í kringum jólatréið. Orðrómur gengur um óvænta gesti sem gætu komið í heimsókn á ballið. 

Jólasýning Leikhús í tösku verður þriðjudaginn 16. desember kl. 9:30.

Föstudaginn 19. desember verður Rauður dagur á leikskólanum. Þá mæta börn og starfsfólk í rauðum fötum og njóta dagsins í sama litnum.

Eigið ánægjulega aðventu og munið að njóta tímans með börnunum.

 

Dagur íslenskrar náttúru - grænn dagur

Á morgun 16.september er dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni langar okkur að biðja alla að koma í grænum fötum eða með græna fylgihluti.

 


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins