Bóndadagur og starfsdagur

Núna á föstudaginn er bóndadagurinn, föstudaginn 23. janúar. Þá verður starfsdagur í leikskólanum og leikskólinn því lokaður

Við munum fagna bóndadeginum degi fyrr, fimmtudaginn 22. janúar. Þá bjóðum við börnum og starfsfólki upp á þorramat í hádeginu og seinni partinn verður feðrum og öfum boðið í kaffi. Feðra- og afakaffi verður milli kl. 15 og 16. Þessi viðburður er alltaf mjög skemmtilegur og hvetjum við alla pabba og afa að koma. Til að kóróna gleðina skulum við öll mæta í lopapeysum og prjónafötum þennan dag.

miðbær 3feb 027

Gleðilegt nýtt ár! - Fréttir

Kæru foreldrar og vinir, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir hið liðna! Við á Vesturborg vonum að jólin hafi verið ánægjurík fyrir fjölskyldur ykkar og að nýhafið ár verði gæfuríkt. 

Nú er leikskólastarfið byrjað af fullum krafti eftir jólin. Á morgun, þriðjudaginn 6. janúar, hefst danskennsla og verður það eflaust upplífgandi.

Áramótum fylgja breytingar. Lóa og Olga eru hættar og þökkum við þeim samfylgdina. Tveir nýir strákar eru komnir í starfsmannahópinn. Það eru þeir Egill á Suðurbæ og Ragnar á Miðbæ. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna á Vesturborg.

Við erum spennt fyrir nýju ári og fyrirheitum þess, og hlökkum til að taka á verkefnum þess með ykkur og börnunum. 

2015

Jólin eru að koma

Kennarar og starfsfólk Vesturborgar óska börnum og foreldrum gleðilegra jóla. Njótið samvista við fjölskyldu og vandamenn. Megi hátíðin einkennast af frið, gleði og kærleik. 

Nú er jólafrí að hefjast á miðvikudaginn, 24. desember. Desember er búinn að vera viðburðaríkur og fljótur að líða, þó sumum þeirra minni finnist biðin löng.

PC100185PC160389

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru myndir frá jólaballinu og frá því þegar Leikhús í tösku kom í heimsókn og sagði sögur af jólasveinunum.


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins