Fjör á leikskólanum - konukaffi á föstudaginn

Það er búið að vera mikið að gera á Vesturborg að undanförnu. Undirbúningur fyrir bollu-, sprengi- og öskudag var á fullu í síðustu viku. Svo skall bolludagur á með bolluflóði, sprengidagur gerði út af við okkur með saltkjöti og baunum og nú er öskudagur liðinn og það var sko stuð. Við slógum köttinn úr tunnunni, dönsuðum í búningum og höfðum gaman. Það má segja að þessir dagar séu mikil hátíð fyrir börnin og þess vegna gerum við mikið úr þeim og njótum okkar. 

Föstudaginn næsta, 20. febrúar, verður mömmu- og ömmukaffi milli kl 15 og 16 á Vesturborg í tilefni af konudeginum sem er á sunnudaginn. Þá viljum við bjóða öllum mömmum og ömmum að koma í kaffi og njóta tíma með börnunum ásamt því að skoða afrakstur vinnu tengda deginum. 

P2180063P2180151

Bóndadagur og starfsdagur

Núna á föstudaginn er bóndadagurinn, föstudaginn 23. janúar. Þá verður starfsdagur í leikskólanum og leikskólinn því lokaður

Við munum fagna bóndadeginum degi fyrr, fimmtudaginn 22. janúar. Þá bjóðum við börnum og starfsfólki upp á þorramat í hádeginu og seinni partinn verður feðrum og öfum boðið í kaffi. Feðra- og afakaffi verður milli kl. 15 og 16. Þessi viðburður er alltaf mjög skemmtilegur og hvetjum við alla pabba og afa að koma. Til að kóróna gleðina skulum við öll mæta í lopapeysum og prjónafötum þennan dag.

miðbær 3feb 027

Gleðilegt nýtt ár! - Fréttir

Kæru foreldrar og vinir, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir hið liðna! Við á Vesturborg vonum að jólin hafi verið ánægjurík fyrir fjölskyldur ykkar og að nýhafið ár verði gæfuríkt. 

Nú er leikskólastarfið byrjað af fullum krafti eftir jólin. Á morgun, þriðjudaginn 6. janúar, hefst danskennsla og verður það eflaust upplífgandi.

Áramótum fylgja breytingar. Lóa og Olga eru hættar og þökkum við þeim samfylgdina. Tveir nýir strákar eru komnir í starfsmannahópinn. Það eru þeir Egill á Suðurbæ og Ragnar á Miðbæ. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna á Vesturborg.

Við erum spennt fyrir nýju ári og fyrirheitum þess, og hlökkum til að taka á verkefnum þess með ykkur og börnunum. 

2015


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins