Haustið nálgast

Elsti hópurinn okkar hefur grunnskólagöngu sína mánudaginn 24. ágúst nk. Flutningur á milli deilda hefst daginn eftir 25.-28. ágúst. og yngstu börnin hefja leikskólagöngu sína hjá okkur í tveimur hópum 31. ágúst og 14. september. Dagatalið er nú uppfært undir flipanum LEIKSKÓLINN.

Sumarlokun 2015

Leikskólinn verður lokaður frá og með 8. júlí til 5. ágúst. Opnum aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Hafið það sem best í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur í  ágúst.

 

Sumarhátíðin 2015

Í gær fimmtudaginn 25. júní héldum við okkar árlegu sumarhátíð í blíðskaparveðri. 

Börnin höfðu útbúið sumarkórónur og svo fengu þau sem vildu andlitsmálningu áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um hverfið. Skrúðgangan var leidd af blásarasveitinni Ventus Brass og að henni lokinni var
slegin upp veisla í garðinum hjá okkur. Pylsur voru grillaðar og hápunktur hátíðarinnar var þegar Lína langsokkur mætti á svæðið!

Við þökkum öllum sem að hátíðinni komu kærlega fyrir einstaklega vel heppnaðan dag!


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins