Allir hjálpast að

Hér á Vesturborg fara allir í öll störf. Íris leikskólastjóri stökk út á sláttuvélina þegar sólin sýndi sig. Það má sjá að hún kann ýmislegt fyrir sér í garðstörfunum. Við öll á Vesturborg gerum allt til að gera umhverfið okkar fallegra svo börnin fái að njóta sín og leika sér á fallegum stað. júní1 099

Sumarið komið

Sumarið er svo sannarlega komið hér á Vesturborg. Laugardaginn 28. maí var tiltektardagur á leikskólanum. Foreldrar, börn og starfsfólk komu saman og tóku vel til í garðinum. Arfi var reyttur, kartöflubeðið undirbúið fyrir niðursetningu og dittað að mörgu. Allir stóðu sig mjög vel og fengu grillaðar pylsur að lokum. 

Krakkarnir settu svo niður kartöflur þegar komið var í leikskólann mánudaginn 30. maí. Það var mjög gaman í góðu veðri. Myndir af því eru komnar á myndasíðuna og einnig af tiltektardeginum. Endilega hafið samband við okkur ef þið komist ekki þar inn. 

maí5 092

 

Nýjar myndir og fjör í leikskólanum

Nú er mikið að gera á Vesturborg. Vorið er komið og allar deildir hafa nóg að gera hvort sem það er að föndra, leika sér úti eða fara í ferðir. Vorferð foreldrafélagsins var farin 30. apríl. Allar deildir eru núna búnar að mála á brókinni, nú síðast Norðurbær. Það vakti mikla lukku. Svo eru elstu krakkarnir á Suðurbæ alltaf að gera eitthvað skemmtilegt til að klára leikskólann með pompi og prakt. 

Á myndasíðunni eru núna komnar nýjar myndir hjá Norðurbæ, bæði myndir úr leik og starfi og af börnunum að mála í salnum. 

 


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins