•  

  Föstudagurinn 11. júlí verður síðasti dagurinn hjá okkur á Vesturborg fyrir sumarfrí. Þann dag ætlum við að hafa afmælisdag fyrir júlí-afmælisbörnin og fá okkur grillaðar pylsur í tilefni þess :)

  Leikskólinn verður lokaður frá 14. júlí til 11. ágúst - við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst!

  Vonum að allir hafi það gott í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur í ágúst!!

   

  Summertime-Fun-with-Sand-Clay-Art-01

   

 • Miðvikudaginn 25. júní ætlum við að halda Sumarhátíð á Vesturborg!!

   

  Þá hittast börn, foreldrar og starfsfólk og eiga góða stund saman, við förum í leiki, grillum og fleira skemmtilegt :)

  Hátíðin hefst með skrúðgöngu sem fer frá leikskólanum klukkan 14:30. Við biðjum alla gesti að vera komna tímanlega svo þeir missi ekki af göngunni! 

  Hér er skjal með lögum sem við ætlum að æfa sérstaklega fyrir hátíðina og syngja hátt og snjallt saman: docxSöngvar á Sumarhátíð 2014

   

  Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi! 

  happy20sun

   

 • Föstudaginn 13. júní ætlum við að sjá Brúðubílinn!

  Sýningin heitir Ys og þys í Brúðubílnum og verður klukkan 14:00 við Sundlaug Vesturbæjar!

  brudubillinn

 • Hún Heba er byrjuð að vinna hjá okkur á Vesturborg, hún verður í afleysingum og fer á milli deilda! Bjóðum hana velkomna til okkar :)

  Á næstu dögum koma svo þau Gunnar og Ásrún til okkar, en þau hafa bæði unnið áður á Vesturborg. Hlökkum til að fá þau aftur! 

   

  P5260003

Skoða fréttasafn


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins