• Á morgun 16.september er dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni langar okkur að biðja alla að koma í grænum fötum eða með græna fylgihluti.

   

 • Það verður nokkuð um breytingar á starfsmannahópnum okkar í vetur.

  Á Norðurbæ er hún Erna okkar komin í ársleyfi og svo eru Ása og Helga á leið í meira nám í Háskóla Íslands, þó eitthvað segi okkur að þær muni nú vera með annan fótinn hér í Vesturborg eitthvað áfram... ;) Í síðustu viku byrjaði Tinna Sigrún á Norðurbæ og 25. ágúst kemur Björk sem verður deildarstjóri í vetur. 

  Á Miðbæ eru Ellen og Olga að fara í áframhaldandi nám en Olga verður líklega í hlutastarfi hjá okkur með skólanum í vetur. Einn nýr starfsmaður er byrjaður á Miðbæ, það er hann Daníel

  Salka sem er búin að vera í afleysingum á öllum deildum hættir í lok ágúst, hún er að flytja til Berlínar í Þýskalandi! Elín Þóra, sem var á Miðbæ síðasta vetur, mun taka að sér stöðuna hennar Sölku og fara á milli deilda í vetur.

  Þau Heba og Gunnar sem voru hjá okkur í sumarafleysingum eru bæði hætt og farin aftur í skóla.

  Síðust en ekki síst er það hún Erna sem byrjaði núna á mánudaginn og ætlar að sinna sérkennslu hér á Vesturborg!

  --Við munum uppfæra starfsmannasíðurnar hér á heimasíðunni í samræmi við þetta á næstu dögum!--

   

 •  

  Föstudagurinn 11. júlí verður síðasti dagurinn hjá okkur á Vesturborg fyrir sumarfrí. Þann dag ætlum við að hafa afmælisdag fyrir júlí-afmælisbörnin og fá okkur grillaðar pylsur í tilefni þess :)

  Leikskólinn verður lokaður frá 14. júlí til 11. ágúst - við opnum aftur þriðjudaginn 12. ágúst!

  Vonum að allir hafi það gott í sumarfríinu og hlökkum til að sjá ykkur í ágúst!!

   

  Summertime-Fun-with-Sand-Clay-Art-01

   

 • Miðvikudaginn 25. júní ætlum við að halda Sumarhátíð á Vesturborg!!

   

  Þá hittast börn, foreldrar og starfsfólk og eiga góða stund saman, við förum í leiki, grillum og fleira skemmtilegt :)

  Hátíðin hefst með skrúðgöngu sem fer frá leikskólanum klukkan 14:30. Við biðjum alla gesti að vera komna tímanlega svo þeir missi ekki af göngunni! 

  Hér er skjal með lögum sem við ætlum að æfa sérstaklega fyrir hátíðina og syngja hátt og snjallt saman: docxSöngvar á Sumarhátíð 2014

   

  Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi! 

  happy20sun

   

Skoða fréttasafn


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins